Friðsæl jól Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Jól Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar