Gist á 23 heimilum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 10:57 Frá framkvæmdum í Grindavíkurbæ. Vísir/Einar Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04