Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 17:07 Sigurjón segir voða gaman að „litli gaurinn“ fái viðurkenningu. Vísir/Samsett Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið