Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. janúar 2024 19:03 Íbúafundurinn í Laugardalshöll er mjög fjölmennur. Vísir/Sigurjón Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Sjá meira
Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent