Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. janúar 2024 14:43 Einar er staðráðinn í því að flytja aftur til Grindavíkur þegar það er óhætt. Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. „Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
„Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira