Sparar sér að boða til kosninga strax Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 15:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira