Hljóð og mynd í Efstaleiti Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 1. febrúar 2024 08:00 „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun