Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 18:50 Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi í Grindavík er í ótímabundnu leyfi frá löggæslustörfum. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum. Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum.
Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33