Gengið of nærri björgunarsveitum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:50 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, starfaði lengi sem stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og var fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna. vísir/egill Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli. Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli.
Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira