Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Taylor Swift í faðmi kærastans, Travis Kelce. getty/Rob Carr Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump. NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump.
NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira