Pabbi herra Hnetusmjörs frontar Edrúar fyrir misskilning SÁÁ 7. febrúar 2024 13:03 Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, mætti fyrir tóman misskilning í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar. Elísabet Blöndal „Svakalega er kallinn á flottum bíl, sagði Guðný við mig í símanum þegar ég renndi í hlaðið. Þegar ég stíg út úr bílnum sé ég þó um leið á svipnum á henni að þetta er eitthvað skrítið, enda spyr hún „Hvar er meistarinn?“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, sem fyrir tóman misskilning mætti í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar. „Það sprungu allir úr hlátri og Guðnýu féllust alveg hendur. „Ég get setið fyrir eða farið, þið ráðið,“ sagði ég en úr varð að ég reif mig úr og skellti mér í Edrúar bolinn,“ segir Árni hlæjandi. Aðstandendur Edrúar febrúar höfðu semsagt sett sig skriflega í samband við Árna tveimur vikum fyrr en töldu sig allan tímann vera í sambandi við son hans, Árna Pál, betur þekktan sem Herra Hnetusmjör. Skilaboð og tölvupóstar gengu á milli Guðnýar verkefnastjóra og Árna, með tilheyrandi brosköllum og „knúsi og kossum“ frá Guðnýu sem var yfir sig glöð með hve „Hnetan“ var jákvæður og áhugasamur um skipulagið. „Það fyndna er að við feðgarnir vorum mikið saman þessa daga sem ég var í sambandi við SÁÁ en hann frétti aldrei af þessu,“ segir Árni sem er hæstánægður með hlutverk sitt í átakinu. „Ég hef sjálfur verið edrú í 38 ár og öðru hvoru starfað fyrir SÁÁ gegnum tíðina, skilaboðin frá þeim um að taka þátt komu mér því þannig lagað ekkert á óvart. Edrúar febrúar er mjög flott framtak og ég er stoltur af því að leggja því lið, þó hafi eiginlega ekki verið beðinn um það.“ Stórtónleikar í Bæjarbíói Herra Hnetusmjör tengist reyndar átakinu eftir allt saman því hann kemur fram á stórtónleikum Edrúar febrúar í Bæjarbíói þann 21. febrúar, ásamt tónlistarfólkinu; Jóni Jónssyni, GDRN og Friðrik Dór. Miðasala er hafin inná tix.is. Hvetja fólk til að sniðganga áfengi og vímuefni Átakinu Edrúar febrúar er ætlað að hvetja landsmenn til þess að prófa edrú lífsstíl í febrúar og fá sem flesta til að finna það á eigin skinni hvað það er gott að sleppa því að neyta áfengis, amk í Edrúar. Í tengslum við Edrúar verða fræðslumolar inni á samfélagsmiðlum um skaðsemi áfengis og vímuefna en fyrst og fremst vilja samtökin vekja athygli á þeim heilbrigða lífstíl sem fylgir því að sleppa því að neyta áfengis og vímuefna. Staðið verður fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast edrú lífsstíl. Krónan er meðal þátttakandi í Edrúar og verður með kynningar í sínum búðum frá Akkurat.is á áfengislausum drykkjum og vörum sem tengjast heilbrigðum lífstíl. Blush er síðan með glæsilegan Edrúarviðburð þann 13. febrúar og þar verður Akkurat.is einnig með drykki. Hápunktur Edrúar febrúar eru tónleikarnir í Bæjarbíói. Bolurinn til styrktar átakinu Rúbina Singh, sem hannaði bolinn sótti innblástur frá slagorði SÁÁ, Allt annað líf. SÁÁ fékk Rúbinu Singh, ungan hönnuð til að hanna bol til styrktar Edrúar febrúar. Rúbina sótti innblástur frá slagorði SÁÁ, Allt annað líf. „Ég skoðaði hvaða þýðingu þessi mantra hefur fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænst um. Út frá því fann ég fyrir þeirri áminningu að velferð okkar allra er samtengd. Þegar okkur líður vel sendum við frá okkur jákvæða strauma. Þeir straumar vinda upp á sig og smita útfrá sér. Ég vildi reyna að ná þeirri tilfinningu i þessu verki,“ segir Rúbina. Hægt er að kaupa bolinn inná vefverslun SÁÁ og kostar hann 4.900 krónur. SÁÁ Heilsa Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Það sprungu allir úr hlátri og Guðnýu féllust alveg hendur. „Ég get setið fyrir eða farið, þið ráðið,“ sagði ég en úr varð að ég reif mig úr og skellti mér í Edrúar bolinn,“ segir Árni hlæjandi. Aðstandendur Edrúar febrúar höfðu semsagt sett sig skriflega í samband við Árna tveimur vikum fyrr en töldu sig allan tímann vera í sambandi við son hans, Árna Pál, betur þekktan sem Herra Hnetusmjör. Skilaboð og tölvupóstar gengu á milli Guðnýar verkefnastjóra og Árna, með tilheyrandi brosköllum og „knúsi og kossum“ frá Guðnýu sem var yfir sig glöð með hve „Hnetan“ var jákvæður og áhugasamur um skipulagið. „Það fyndna er að við feðgarnir vorum mikið saman þessa daga sem ég var í sambandi við SÁÁ en hann frétti aldrei af þessu,“ segir Árni sem er hæstánægður með hlutverk sitt í átakinu. „Ég hef sjálfur verið edrú í 38 ár og öðru hvoru starfað fyrir SÁÁ gegnum tíðina, skilaboðin frá þeim um að taka þátt komu mér því þannig lagað ekkert á óvart. Edrúar febrúar er mjög flott framtak og ég er stoltur af því að leggja því lið, þó hafi eiginlega ekki verið beðinn um það.“ Stórtónleikar í Bæjarbíói Herra Hnetusmjör tengist reyndar átakinu eftir allt saman því hann kemur fram á stórtónleikum Edrúar febrúar í Bæjarbíói þann 21. febrúar, ásamt tónlistarfólkinu; Jóni Jónssyni, GDRN og Friðrik Dór. Miðasala er hafin inná tix.is. Hvetja fólk til að sniðganga áfengi og vímuefni Átakinu Edrúar febrúar er ætlað að hvetja landsmenn til þess að prófa edrú lífsstíl í febrúar og fá sem flesta til að finna það á eigin skinni hvað það er gott að sleppa því að neyta áfengis, amk í Edrúar. Í tengslum við Edrúar verða fræðslumolar inni á samfélagsmiðlum um skaðsemi áfengis og vímuefna en fyrst og fremst vilja samtökin vekja athygli á þeim heilbrigða lífstíl sem fylgir því að sleppa því að neyta áfengis og vímuefna. Staðið verður fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast edrú lífsstíl. Krónan er meðal þátttakandi í Edrúar og verður með kynningar í sínum búðum frá Akkurat.is á áfengislausum drykkjum og vörum sem tengjast heilbrigðum lífstíl. Blush er síðan með glæsilegan Edrúarviðburð þann 13. febrúar og þar verður Akkurat.is einnig með drykki. Hápunktur Edrúar febrúar eru tónleikarnir í Bæjarbíói. Bolurinn til styrktar átakinu Rúbina Singh, sem hannaði bolinn sótti innblástur frá slagorði SÁÁ, Allt annað líf. SÁÁ fékk Rúbinu Singh, ungan hönnuð til að hanna bol til styrktar Edrúar febrúar. Rúbina sótti innblástur frá slagorði SÁÁ, Allt annað líf. „Ég skoðaði hvaða þýðingu þessi mantra hefur fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænst um. Út frá því fann ég fyrir þeirri áminningu að velferð okkar allra er samtengd. Þegar okkur líður vel sendum við frá okkur jákvæða strauma. Þeir straumar vinda upp á sig og smita útfrá sér. Ég vildi reyna að ná þeirri tilfinningu i þessu verki,“ segir Rúbina. Hægt er að kaupa bolinn inná vefverslun SÁÁ og kostar hann 4.900 krónur.
SÁÁ Heilsa Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið