Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 11:31 Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, lagði sitt af mörkum við að koma tennisboltunum af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina. Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Sjá meira
Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina.
Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Sjá meira