KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 15:06 KSÍ hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017, en fékk áður styrk vegna afmarkaðra verkefna, til að mynda vegna A-landsliðs kvenna. vísir/Diego Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“ KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira
KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“
KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30