Engin svör Sigmar Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 08:02 Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sigmar Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun