Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Álftanes 90-72 | Íslandsmeistararnir í bikarúrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 19. mars 2024 19:00 Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir í úrslit VÍS-bikarsins. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigur á nýliðunum frá Álftanesi. Úrslitin fara fram á laugardag en síðar í kvöld kemur í ljós hvort Keflavík eða Stjarnan fylgi Stólunum þangað. Leikurinn var í járnum til að byrja með en Sigtryggur Arnar Björnsson gaf tóninn fyrir annan leikhluta með góðri þriggja stiga körfu undir lok þess fyrsta. Sigtryggur Arnar var kominn á gólfið á nýjan leik eftir meiðsli og skilaði heldur betur framlagi fyrir Stólana í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leikhluta voru það Stólarnir sem tóku aðeins yfir. Þeir náðu mest fimmtán stiga forskoti og leiddu 51-39 í hálfleik. Í þriðja leikhluta settu Álftnesingar hins vegar í lás í vörninni. Stólarnir koðnuðu niður og Álftnesingar gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Í raun hefðu Álfnesingar vel getað jafnað og náð forystunni en náðu muninum niður í tvö stig. Staðan 63-61 fyrir lokafjórðunginnn. Hörður Axel Vilhjálmsson sendir boltann frá sér.Vísir/Hulda Margrét Fjórði leikhluta hófst hins vegar á áhlaupi Tindastóls. Og það var ekkert smá áhlaup. 11-0 kafli og stemmningin færðist alfarið yfir til Tindastóls og Grettismanna í stúkunni. Álftnesingar náðu ekki að koma til baka eftir þetta. Þeir skoruðu fyrstu stigin sín eftir tæpar fimm mínútur í fjórðungnum og tóku sénsa undir lokin til að reyna að minnka muninn. Það tókst ekki og Stólarnir sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 90-72 og Tindastóll á leið í úrslit bikarkeppninnar í þriðja sinn. Af hverju vann Tindastóll? Þeir náðu alvöru áhlaupi í tvígang og bjuggu til forskot. Það er erfitt að vera alltaf að elta og þó Álftnesingar hafi gert vel í þriðja leikhlutanum þá dugði það ekki til. Þórir Þorbjarnarson leggur boltann í körfuna.Vísir/Hulda Margrét Stólarnir búa einnig að því að nánast allur leikmannahópurinn hefur reynslu af leikjum sem þessum. Þannig leikmenn eru líka í liði Álftaness en í áhlaupi Stólanna í fjórða leikhluta hefðu Álftnesingar þurft að geta sótt örugg stig til að stoppa blæðinguna. Það gekk ekki og Stólarnir gengu á lagið. Þessir stóðu upp úr: Það munaði gríðarlega miklu fyrir Tindastól að Sigtryggur Arnar Björnsson var leikfær í dag. Hann spilaði virkilega vel, skoraði 22 stig og færði liðinu mikla orku - ekki síst í vörninni. Þórir Þorbjarnarson átti góða kafla en var full mistækur þar á milli. Sigtryggur Arnar lenti í villuvandræðum og var hér að fá eina villu sem hann skildi lítið í.Vísir/Hulda Margrét 13 stig og 10 fráköst frá Callum Lawson voru dýrmæt þó hann hafi ekki hitt sérlega vel. Hjá Álftnesingum var Norbertas Giga frábær. Hann hitti frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan aðrar skyttur liðsins voru í brasi fyrir utan. Dúi Þór Jónsson átti líka fínan leik. Hvað gekk illa? Fyrir utan Norbertas Giga þá hittu leikmenn Álftaness illa í dag. Ville Tahvanainen er frábær skytta en klikkaði oft á opnum skotum og reynsluboltarnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals 2/12 fyrir utan línuna. Ville Tahvanainen svekktur í leikslokVísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta héldu eflaust margir að Stólarnir myndu alveg koðna niður eins og þeir hafa átt til í vetur. Sóknarleikurinn fór í frost og leikmenn urðu litlir í sér. Sem betur fer fyrir þá opnuðu þeir fjórða leikhluta það vel að þessi slæmi kafli kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Álftnesingar eru úr leik í bikarnum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir komast í Laugardalshöllina. Lið Tindastóls er hins vegar á leið í úrslitaleik og það kemur í ljós á eftir hvort andstæðingurinn verður Keflavík eða Stjarnan. Callum Lawson lendir í árekstri við Hauk Helga Pálsson.Vísir/Hulda Margrét „Ég met þennan sigur mjög sterkan af okkar hálfu“ „Ég er mjög sáttur. Líka með stuðninginn og mætinguna hjá okkar fólki. Orkan í strákunum var gríðarlega og þeir svöruðu kallinu,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir sigur liðsins á Álftanesi í undanúrslitum bikarsins. Sigtryggur Arnar og Hörður Axel eigast við.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta virtist sem Stólarnir væru að missa leikinn frá sér. Þeir héldu þó forystunni allan tímann og frábær byrjun á fjórða leikhluta sló lið Álftaness algjörlega út af laginu. „Við eigum það svolítið til að koðna niður ákveðinn tíma í leikjum, það hefur verið svolítið sagan hjá okkur. Ég skal viðurkenna það að það fór aðeins um mig en svo spyrntu strákarnir í botninn og fundu ákveðið jafnvægi.“ Svavar Atli Birgisson stýrði Stólunum í dag ásamt Helga Frey Margeirssyni.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson sneri aftur í lið Tindastóls í dag og átti frábæran leik. „Hann er maður stóru leikjanna og elskar þessi augnablik. Hann er eins og Duracell rafhlaða, vel hlaðinn og fullur orku. Hann gefur okkur ótrúlega mikið bæði í vörn og sókn.“ Í ljósi þess sem gengið hefur á hjá Tindastóli að undanförnu sagði Svavar Atli að sigurinn væri þeim mun stærri. „Þetta er mjög sterkt því þetta er hörkulið þetta Álftaneslið. Þeir eru mjög góðir. Ég met þennan sigur mjög sterkan af okkar hálfu.“ Norbertas Giga sækir á Adomas Drungilas.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll spilar í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardag og það er hálfgerð skylda að spyrja þjálfarana að því hvort liðið hann vill fá í úrslitaleiknum. „Já, þessi týpíska. Ég vil fá betra liðið og betra liðið vinnur. Þannig verður það bara.“ „Fengum sénsa til að komast yfir“ Kjartan Atli Kjartansson líflegur á línunni.Vísir/Hulda Margrét „Við misstum þá fram úr okkur í fyrri hálfleik og vorum alltaf að elta eftir það. Það er erfitt að elta og sérstaklega lið eins og Stólarnir eru. Við fundum ekki alveg taktinn varnarlega í fyrri hálfleik en það kom í þriðja leikhluta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness eftir tap gegn Tindastóli í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Svona er bara lífið í þessu. Þeir settu stór skot og fundu takt. Þetta eru leikir sem fara á flug, svona spennuleikir. Þú verður annað hvort að spenna beltin og vera í flugsætinu þínu eða missa af fluginu. Við misstum þá aðeins fram úr okkur og við það fannst mér þeir ná yfirhöndinni. Við vorum að elta allan tímann.“ Hörður Axel Vilhjálmsson svekktur á svip.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta skellti lið Álftnesinga algjörlega í lás varnarlega og setti lið Tindastóls í algjör vandræði. Fannst Kjartani Atla að liðið hafði mögulega getað tekið áhlaupið skrefinu lengra og náð forystunni? „Mér fengum nokkra sénsa til að komast yfir og nýttum þá ekki. Það datt bara ekki með okkur það er bara þannig. Þá komust þeir aftur inn í leikinn og ná taktinum á leiknum til sín. Þeir skoruðu nokkur stig í röð og þá vorum við aftur farnir að elta. Svo tökum við sénsa undir lokin og þá fer munurinn upp í átján stig.“ Douglas Wilson verst skoti Adomas Drungilas.Vísir/Hulda Margrét Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu leikmanna og var ekki á því að vantað hefði framlag frá lykilmönnum á köflum í leiknum. „Ég var rosa ánægður með þá inni í hálfleik og ég sagði það við þá. Mér fannst við vera með mjög góða líkamstjáningu og vorum að leggja okkur 100% fram í því sem við vorum að gera. Þannig að nei, mér fannst leikmenn spila vel.“ Dúi Þór Jónsson við það að setja niður tvö stig.Vísir/Hulda Margrét Álftanes er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og var að spila í fyrsta sinn til undanúrslita í bikarnum í Laugardalshöll. Stuðningurinn sem liðið fékk í dag var frábær og stemmningin mikil fyrir körfuboltanum á Álftanesi. „Það er rosalega gaman og við erum í þessu til að virkja samfélagið. Það er stóra myndin í þessu og það er að takast. Það var sigurinn sem við unnum í kvöld.“ Haukur Helgi Pálsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll UMF Álftanes
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigur á nýliðunum frá Álftanesi. Úrslitin fara fram á laugardag en síðar í kvöld kemur í ljós hvort Keflavík eða Stjarnan fylgi Stólunum þangað. Leikurinn var í járnum til að byrja með en Sigtryggur Arnar Björnsson gaf tóninn fyrir annan leikhluta með góðri þriggja stiga körfu undir lok þess fyrsta. Sigtryggur Arnar var kominn á gólfið á nýjan leik eftir meiðsli og skilaði heldur betur framlagi fyrir Stólana í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leikhluta voru það Stólarnir sem tóku aðeins yfir. Þeir náðu mest fimmtán stiga forskoti og leiddu 51-39 í hálfleik. Í þriðja leikhluta settu Álftnesingar hins vegar í lás í vörninni. Stólarnir koðnuðu niður og Álftnesingar gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Í raun hefðu Álfnesingar vel getað jafnað og náð forystunni en náðu muninum niður í tvö stig. Staðan 63-61 fyrir lokafjórðunginnn. Hörður Axel Vilhjálmsson sendir boltann frá sér.Vísir/Hulda Margrét Fjórði leikhluta hófst hins vegar á áhlaupi Tindastóls. Og það var ekkert smá áhlaup. 11-0 kafli og stemmningin færðist alfarið yfir til Tindastóls og Grettismanna í stúkunni. Álftnesingar náðu ekki að koma til baka eftir þetta. Þeir skoruðu fyrstu stigin sín eftir tæpar fimm mínútur í fjórðungnum og tóku sénsa undir lokin til að reyna að minnka muninn. Það tókst ekki og Stólarnir sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 90-72 og Tindastóll á leið í úrslit bikarkeppninnar í þriðja sinn. Af hverju vann Tindastóll? Þeir náðu alvöru áhlaupi í tvígang og bjuggu til forskot. Það er erfitt að vera alltaf að elta og þó Álftnesingar hafi gert vel í þriðja leikhlutanum þá dugði það ekki til. Þórir Þorbjarnarson leggur boltann í körfuna.Vísir/Hulda Margrét Stólarnir búa einnig að því að nánast allur leikmannahópurinn hefur reynslu af leikjum sem þessum. Þannig leikmenn eru líka í liði Álftaness en í áhlaupi Stólanna í fjórða leikhluta hefðu Álftnesingar þurft að geta sótt örugg stig til að stoppa blæðinguna. Það gekk ekki og Stólarnir gengu á lagið. Þessir stóðu upp úr: Það munaði gríðarlega miklu fyrir Tindastól að Sigtryggur Arnar Björnsson var leikfær í dag. Hann spilaði virkilega vel, skoraði 22 stig og færði liðinu mikla orku - ekki síst í vörninni. Þórir Þorbjarnarson átti góða kafla en var full mistækur þar á milli. Sigtryggur Arnar lenti í villuvandræðum og var hér að fá eina villu sem hann skildi lítið í.Vísir/Hulda Margrét 13 stig og 10 fráköst frá Callum Lawson voru dýrmæt þó hann hafi ekki hitt sérlega vel. Hjá Álftnesingum var Norbertas Giga frábær. Hann hitti frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan aðrar skyttur liðsins voru í brasi fyrir utan. Dúi Þór Jónsson átti líka fínan leik. Hvað gekk illa? Fyrir utan Norbertas Giga þá hittu leikmenn Álftaness illa í dag. Ville Tahvanainen er frábær skytta en klikkaði oft á opnum skotum og reynsluboltarnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals 2/12 fyrir utan línuna. Ville Tahvanainen svekktur í leikslokVísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta héldu eflaust margir að Stólarnir myndu alveg koðna niður eins og þeir hafa átt til í vetur. Sóknarleikurinn fór í frost og leikmenn urðu litlir í sér. Sem betur fer fyrir þá opnuðu þeir fjórða leikhluta það vel að þessi slæmi kafli kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Álftnesingar eru úr leik í bikarnum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir komast í Laugardalshöllina. Lið Tindastóls er hins vegar á leið í úrslitaleik og það kemur í ljós á eftir hvort andstæðingurinn verður Keflavík eða Stjarnan. Callum Lawson lendir í árekstri við Hauk Helga Pálsson.Vísir/Hulda Margrét „Ég met þennan sigur mjög sterkan af okkar hálfu“ „Ég er mjög sáttur. Líka með stuðninginn og mætinguna hjá okkar fólki. Orkan í strákunum var gríðarlega og þeir svöruðu kallinu,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir sigur liðsins á Álftanesi í undanúrslitum bikarsins. Sigtryggur Arnar og Hörður Axel eigast við.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta virtist sem Stólarnir væru að missa leikinn frá sér. Þeir héldu þó forystunni allan tímann og frábær byrjun á fjórða leikhluta sló lið Álftaness algjörlega út af laginu. „Við eigum það svolítið til að koðna niður ákveðinn tíma í leikjum, það hefur verið svolítið sagan hjá okkur. Ég skal viðurkenna það að það fór aðeins um mig en svo spyrntu strákarnir í botninn og fundu ákveðið jafnvægi.“ Svavar Atli Birgisson stýrði Stólunum í dag ásamt Helga Frey Margeirssyni.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson sneri aftur í lið Tindastóls í dag og átti frábæran leik. „Hann er maður stóru leikjanna og elskar þessi augnablik. Hann er eins og Duracell rafhlaða, vel hlaðinn og fullur orku. Hann gefur okkur ótrúlega mikið bæði í vörn og sókn.“ Í ljósi þess sem gengið hefur á hjá Tindastóli að undanförnu sagði Svavar Atli að sigurinn væri þeim mun stærri. „Þetta er mjög sterkt því þetta er hörkulið þetta Álftaneslið. Þeir eru mjög góðir. Ég met þennan sigur mjög sterkan af okkar hálfu.“ Norbertas Giga sækir á Adomas Drungilas.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll spilar í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardag og það er hálfgerð skylda að spyrja þjálfarana að því hvort liðið hann vill fá í úrslitaleiknum. „Já, þessi týpíska. Ég vil fá betra liðið og betra liðið vinnur. Þannig verður það bara.“ „Fengum sénsa til að komast yfir“ Kjartan Atli Kjartansson líflegur á línunni.Vísir/Hulda Margrét „Við misstum þá fram úr okkur í fyrri hálfleik og vorum alltaf að elta eftir það. Það er erfitt að elta og sérstaklega lið eins og Stólarnir eru. Við fundum ekki alveg taktinn varnarlega í fyrri hálfleik en það kom í þriðja leikhluta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness eftir tap gegn Tindastóli í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Svona er bara lífið í þessu. Þeir settu stór skot og fundu takt. Þetta eru leikir sem fara á flug, svona spennuleikir. Þú verður annað hvort að spenna beltin og vera í flugsætinu þínu eða missa af fluginu. Við misstum þá aðeins fram úr okkur og við það fannst mér þeir ná yfirhöndinni. Við vorum að elta allan tímann.“ Hörður Axel Vilhjálmsson svekktur á svip.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta skellti lið Álftnesinga algjörlega í lás varnarlega og setti lið Tindastóls í algjör vandræði. Fannst Kjartani Atla að liðið hafði mögulega getað tekið áhlaupið skrefinu lengra og náð forystunni? „Mér fengum nokkra sénsa til að komast yfir og nýttum þá ekki. Það datt bara ekki með okkur það er bara þannig. Þá komust þeir aftur inn í leikinn og ná taktinum á leiknum til sín. Þeir skoruðu nokkur stig í röð og þá vorum við aftur farnir að elta. Svo tökum við sénsa undir lokin og þá fer munurinn upp í átján stig.“ Douglas Wilson verst skoti Adomas Drungilas.Vísir/Hulda Margrét Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu leikmanna og var ekki á því að vantað hefði framlag frá lykilmönnum á köflum í leiknum. „Ég var rosa ánægður með þá inni í hálfleik og ég sagði það við þá. Mér fannst við vera með mjög góða líkamstjáningu og vorum að leggja okkur 100% fram í því sem við vorum að gera. Þannig að nei, mér fannst leikmenn spila vel.“ Dúi Þór Jónsson við það að setja niður tvö stig.Vísir/Hulda Margrét Álftanes er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og var að spila í fyrsta sinn til undanúrslita í bikarnum í Laugardalshöll. Stuðningurinn sem liðið fékk í dag var frábær og stemmningin mikil fyrir körfuboltanum á Álftanesi. „Það er rosalega gaman og við erum í þessu til að virkja samfélagið. Það er stóra myndin í þessu og það er að takast. Það var sigurinn sem við unnum í kvöld.“ Haukur Helgi Pálsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti