Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 06:46 Misjafnt er hversu langt sveitarfélögin ná inn í 2023 árgang í innritun sinni fyrir næsta haust í leikskóla sína. vísir/hjalti Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. Í Mosfellsbæ og Garðabæ er farið lengst inn í 2023 árganga en þar er búist við því að börn fædd í júlí 2023 fái boð um pláss. Staða innritunar í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hjalti Reykjavík Í Reykjavík eru reknir alls 84 leikskólar en þar hefst innritun formlega þann 2. apríl. Í tilkynningu sem birt var á vef borgarinnar í gær kemur fram að úthlutað verði eftir kennitöluröð og byrjað á þeim elstu. Frá 2. apríl, þegar innritun hefst verður unnið úr umsóknum sem hafa borist, til 10. maí. Á vef borgarinnar segir að á meðan verði ekki tekið á móti nýjum umsóknum og ekki hægt að breyta þeim sem þegar hafa verð sendar inn. Fyrstu boð um pláss verða svo send út fljótlega eftir að innritun hefst. Samkvæmt fréttinni mun það taka nokkrar vikur. Ekki verða tekin inn börn í Grandaborg og Hálsaskóg og takmörkuð pláss í eru á Garðaborg. Von er á 75 nýjum plássum í Ævintýraborg við Vörðuskóla. Þá eru framkvæmdir áætlaðar í leikskólunum Laugasól, Sunnufold, Klömbrum og Kvistaborg og gert ráð fyrir tímabundnum flutningum leikskólanna að hluta eða öllu leyti á næsta skólaári. Kópavogur Kópavogsbær rekur 19 leikskóla en að auki eru tveir einkareknir og einn þjónusturekinn leikskóli í bænum. Samkvæmt svari frá borginni liggur ekki fyrir hversu mörg börn fædd á árinu 2023 fá úthlutað. Líklegt sé að aðeins verði úthlutað til barna sem fædd eru í janúar og febrúar en tekið er fram að gleggri mynd fáist af stöðunni í apríl. Í Kópavogi stendur nú yfir úthlutun plássa til barna sem eru fædd árið 2022. Samkvæmt svari frá bænum mun henni ljúka fljótlega og verður þá farið í seinni úthlutun. Þá verður úthlutað plássum til barna sem eru fædd 2023, vegna flutninga og vegna umsókna sem bárust eftir 11. mars. Nánari upplýsingar um úthlutun vegna barna sem fædd eru árið 2023 verða veittar samhliða seinni úthlutun. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ eru átta leikskólar. Þar hófst innritun fyrir næsta skólaár þann 4. mars. Þar er úthlutað eftir árgöngum og er nú unnið á fyrsta þrepi af þremur í samræmi við reglur bæjarins um innritun og dvöl barna í leikskólum bæjarins. Alls er úthlutað til rúmlega 200 barna í nývistun í leikskóla Mosfellsbæjar. „Úthlutun nývistanna vegna flutninga barna til Mosfellsbæjar í árgöngum 2019 til 2021 er lokið og úthlutun barna sem fædd eru 2022 hefst í næstu viku. Eftir páska munu svo foreldrar barna fædd janúar til júlí 2023 fá boð um leikskólapláss, sjá nánar innritunarreglur,“ segir í svari frá bænum til fréttastofu. Fyrsta þrep fer fram í mars og apríl ár hvert og eru þá umsóknir teknar sem borist hafa fyrir 1. mars það ár og aðlögun að öllu jöfnu í ágúst sama ár. Misjafnt er hversu langt sveitarfélögin komast inn í 2023 árgangana í innritun og úthlutun plássa. Vísir/Arnar Samkvæmt þrepi 1 í úthlutunarreglum fá öll börn sem sótt höfðu um fyrir 1. mars síðastliðinn og eru fædd 1. janúar 2019 til og með 31. júlí 2023 boð um leikskólapláss. Annað þrep tekur svo til umsókna sem koma inn eftir 1. mars og eru þær teknar fyrir frá maí til ágúst. Aðlögun barna í leikskólum í Mosfellsbæ hefst að loknu sumarorlofi í ágúst og stendur fram í september svo framarlega að ytri aðstæður trufli ekki, svosem mönnun leikskóla. Seltjarnarnesbær Í Seltjarnarnesbæ rann út umsóknarfrestur um leikskólapláss síðustu mánaðamót. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fara á biðlista. Innritun er hafin og nú þegar hafa öll börn fædd árið 2022 og fyrr fengið tilboð um leikskólapláss frá næstkomandi hausti samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í Mosfellsbæ fá börn boð um pláss í fyrsta þrepi sem eru fædd 1. janúar 2019 til og með 31. júlí 2023.Vísir/Vilhelm „Við gerum ráð fyrir því að ljúka innritun þessa aldurshóps fyrir páska og að því loknu hefjumst við handa við innritun barna sem fædd eru árið 2023. Gert er ráð fyrir því að það verði ljóst fyrir miðjan apríl hversu langt inn í 2023 árganginn við náum að þessu sinni með úthlutun plássa,“ segir í svari til fréttastofu og að síðustu ár hafi þau náð að bjóða börnum pláss sem eru fædd til og með maí árið áður en þau hefja sína leikskólavist. Garðabær Í Garðabæ eru reknir 17 leikskólar. Þar unnið að innritun allt árið um kring en um þessar mundir er unnið að tveimur stórum úthlutunum. Annars vegar er það úthlutun fyrir 70 börn í marsmánuði, en þau hefja dvöl í leikskóla á tímabilinu mars til maí og svo úthlutun í apríl. Þá býst bærinn við því að innrita um 250 börn sem hefja leikskóladvöl í ágúst eða september. Gert er ráð fyrir að yngstu börnin sem fá dvöl þá séu fædd í júlímánuði 2023. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru 18 leikskólar og þar er innritun að fara af stað. Bréf til foreldra voru send í vikunni og hafa foreldrar viku til að svara boði um leikskólapláss. Eftir það verður haldið áfram að bjóða pláss þar til öll plássin hafa verið fyllt. Samkvæmt svari frá bænum segir að þeirri vinnu verði líklega lokið í apríl eða maí. Margir foreldrar bíða þess nú í ofvæni að fá að vita hvort að barnið þeirra kemst að á leikskóla næsta haust. Vísir/Arnar Í Hafnarfirði liggur fyrir að börn sem eru fædd eru til og með 14. apríl 2023 og sótt var um fyrir 6. mars 2024 fá boð um pláss í fyrstu úthlutun haustið 2024. Ráðgert er að börn sem sótt var um fyrir eftir 6. mars eða fædd eru eftir 14. apríl fái boð um leikskólapláss í apríl, maí eða eins fljótt og unnt er. Börn sem verða 16 mánaða í ágúst, sem eru fædd í apríl 2023, fá boð um pláss í leikskóla í Hafnarfirði frá og með ágúst eða september 2024. Kjósarhreppur Í Kjósarhreppi eru ekki reknir leikskólar en sveitarfélagið er með samning við Reykjavíkurborg um leikskólavist á Kjalarnesi en koma ekki að innritun eða úthlutun plássa samkvæmt svari frá bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Alls er úthlutað til 200 barna í Mosfellsbæ. Fyrst stóð að eins væri úthlutað til árganga 2022 og 2023 og svo aukalega 200 barna í öðrum árgöngum. Það er ekki rétt. Leiðrétt 08:23 þann 22.3.2024. Skóla - og menntamál Leikskólar Kjósarhreppur Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. 15. janúar 2024 09:00 Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Í Mosfellsbæ og Garðabæ er farið lengst inn í 2023 árganga en þar er búist við því að börn fædd í júlí 2023 fái boð um pláss. Staða innritunar í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hjalti Reykjavík Í Reykjavík eru reknir alls 84 leikskólar en þar hefst innritun formlega þann 2. apríl. Í tilkynningu sem birt var á vef borgarinnar í gær kemur fram að úthlutað verði eftir kennitöluröð og byrjað á þeim elstu. Frá 2. apríl, þegar innritun hefst verður unnið úr umsóknum sem hafa borist, til 10. maí. Á vef borgarinnar segir að á meðan verði ekki tekið á móti nýjum umsóknum og ekki hægt að breyta þeim sem þegar hafa verð sendar inn. Fyrstu boð um pláss verða svo send út fljótlega eftir að innritun hefst. Samkvæmt fréttinni mun það taka nokkrar vikur. Ekki verða tekin inn börn í Grandaborg og Hálsaskóg og takmörkuð pláss í eru á Garðaborg. Von er á 75 nýjum plássum í Ævintýraborg við Vörðuskóla. Þá eru framkvæmdir áætlaðar í leikskólunum Laugasól, Sunnufold, Klömbrum og Kvistaborg og gert ráð fyrir tímabundnum flutningum leikskólanna að hluta eða öllu leyti á næsta skólaári. Kópavogur Kópavogsbær rekur 19 leikskóla en að auki eru tveir einkareknir og einn þjónusturekinn leikskóli í bænum. Samkvæmt svari frá borginni liggur ekki fyrir hversu mörg börn fædd á árinu 2023 fá úthlutað. Líklegt sé að aðeins verði úthlutað til barna sem fædd eru í janúar og febrúar en tekið er fram að gleggri mynd fáist af stöðunni í apríl. Í Kópavogi stendur nú yfir úthlutun plássa til barna sem eru fædd árið 2022. Samkvæmt svari frá bænum mun henni ljúka fljótlega og verður þá farið í seinni úthlutun. Þá verður úthlutað plássum til barna sem eru fædd 2023, vegna flutninga og vegna umsókna sem bárust eftir 11. mars. Nánari upplýsingar um úthlutun vegna barna sem fædd eru árið 2023 verða veittar samhliða seinni úthlutun. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ eru átta leikskólar. Þar hófst innritun fyrir næsta skólaár þann 4. mars. Þar er úthlutað eftir árgöngum og er nú unnið á fyrsta þrepi af þremur í samræmi við reglur bæjarins um innritun og dvöl barna í leikskólum bæjarins. Alls er úthlutað til rúmlega 200 barna í nývistun í leikskóla Mosfellsbæjar. „Úthlutun nývistanna vegna flutninga barna til Mosfellsbæjar í árgöngum 2019 til 2021 er lokið og úthlutun barna sem fædd eru 2022 hefst í næstu viku. Eftir páska munu svo foreldrar barna fædd janúar til júlí 2023 fá boð um leikskólapláss, sjá nánar innritunarreglur,“ segir í svari frá bænum til fréttastofu. Fyrsta þrep fer fram í mars og apríl ár hvert og eru þá umsóknir teknar sem borist hafa fyrir 1. mars það ár og aðlögun að öllu jöfnu í ágúst sama ár. Misjafnt er hversu langt sveitarfélögin komast inn í 2023 árgangana í innritun og úthlutun plássa. Vísir/Arnar Samkvæmt þrepi 1 í úthlutunarreglum fá öll börn sem sótt höfðu um fyrir 1. mars síðastliðinn og eru fædd 1. janúar 2019 til og með 31. júlí 2023 boð um leikskólapláss. Annað þrep tekur svo til umsókna sem koma inn eftir 1. mars og eru þær teknar fyrir frá maí til ágúst. Aðlögun barna í leikskólum í Mosfellsbæ hefst að loknu sumarorlofi í ágúst og stendur fram í september svo framarlega að ytri aðstæður trufli ekki, svosem mönnun leikskóla. Seltjarnarnesbær Í Seltjarnarnesbæ rann út umsóknarfrestur um leikskólapláss síðustu mánaðamót. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fara á biðlista. Innritun er hafin og nú þegar hafa öll börn fædd árið 2022 og fyrr fengið tilboð um leikskólapláss frá næstkomandi hausti samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í Mosfellsbæ fá börn boð um pláss í fyrsta þrepi sem eru fædd 1. janúar 2019 til og með 31. júlí 2023.Vísir/Vilhelm „Við gerum ráð fyrir því að ljúka innritun þessa aldurshóps fyrir páska og að því loknu hefjumst við handa við innritun barna sem fædd eru árið 2023. Gert er ráð fyrir því að það verði ljóst fyrir miðjan apríl hversu langt inn í 2023 árganginn við náum að þessu sinni með úthlutun plássa,“ segir í svari til fréttastofu og að síðustu ár hafi þau náð að bjóða börnum pláss sem eru fædd til og með maí árið áður en þau hefja sína leikskólavist. Garðabær Í Garðabæ eru reknir 17 leikskólar. Þar unnið að innritun allt árið um kring en um þessar mundir er unnið að tveimur stórum úthlutunum. Annars vegar er það úthlutun fyrir 70 börn í marsmánuði, en þau hefja dvöl í leikskóla á tímabilinu mars til maí og svo úthlutun í apríl. Þá býst bærinn við því að innrita um 250 börn sem hefja leikskóladvöl í ágúst eða september. Gert er ráð fyrir að yngstu börnin sem fá dvöl þá séu fædd í júlímánuði 2023. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru 18 leikskólar og þar er innritun að fara af stað. Bréf til foreldra voru send í vikunni og hafa foreldrar viku til að svara boði um leikskólapláss. Eftir það verður haldið áfram að bjóða pláss þar til öll plássin hafa verið fyllt. Samkvæmt svari frá bænum segir að þeirri vinnu verði líklega lokið í apríl eða maí. Margir foreldrar bíða þess nú í ofvæni að fá að vita hvort að barnið þeirra kemst að á leikskóla næsta haust. Vísir/Arnar Í Hafnarfirði liggur fyrir að börn sem eru fædd eru til og með 14. apríl 2023 og sótt var um fyrir 6. mars 2024 fá boð um pláss í fyrstu úthlutun haustið 2024. Ráðgert er að börn sem sótt var um fyrir eftir 6. mars eða fædd eru eftir 14. apríl fái boð um leikskólapláss í apríl, maí eða eins fljótt og unnt er. Börn sem verða 16 mánaða í ágúst, sem eru fædd í apríl 2023, fá boð um pláss í leikskóla í Hafnarfirði frá og með ágúst eða september 2024. Kjósarhreppur Í Kjósarhreppi eru ekki reknir leikskólar en sveitarfélagið er með samning við Reykjavíkurborg um leikskólavist á Kjalarnesi en koma ekki að innritun eða úthlutun plássa samkvæmt svari frá bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Alls er úthlutað til 200 barna í Mosfellsbæ. Fyrst stóð að eins væri úthlutað til árganga 2022 og 2023 og svo aukalega 200 barna í öðrum árgöngum. Það er ekki rétt. Leiðrétt 08:23 þann 22.3.2024.
Skóla - og menntamál Leikskólar Kjósarhreppur Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. 15. janúar 2024 09:00 Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. 15. janúar 2024 09:00
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53
Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01