Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. mars 2024 09:38 Ernir hefur flogið milli Reykjavíkur og Húsavíkur frá árinu 2012. Vísir/Friðrik Þór Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri. Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri.
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40