Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega sumargjöf Íslandsbanka til starfsmanna sinna. Hefð er fyrir slíkri gjöf í bankanum. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur. Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur.
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira