Varnargarðar utan um fólkið í Grindavík Guðbrandur Einarsson skrifar 18. apríl 2024 07:30 Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Grindavík Guðbrandur Einarsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar