„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2024 12:21 Rúnar þjálfaði KR árum saman en skipti í Fram í vetur. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00. Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00.
Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira