Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 18:21 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel. Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Sjá meira
Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel.
Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Sjá meira