„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:01 Emma Hayes var langt því frá að vera sátt eftir leik Chelsea og Barcelona. getty/Kieran Cleeves Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið féll úr leik fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira
Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira