Að lifa í skugga heilsubrests Svanberg Hreinsson skrifar 7. maí 2024 09:01 Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Svanberg Hreinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun