Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Bjarni Már Magnússon skrifar 17. maí 2024 09:31 Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun