Vill komast hjá því að afhenda City bikarinn Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 15:30 Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, tekur í höndina á leikmanni Manchester City, Kevin De Bruyne, eftir að liðið hafði tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili Vísir/Getty Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar mun vera viðstaddur leik Arsenal og Everton á Emirates leikvanginum í Lundúnum í komandi lokaumferð deildarinnar þar sem að baráttan um Englandsmeistaratitilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að líklegra þyki að Englandsmeistaratitillinn verði afhentur í Manchesterborg. The Athletic greinir frá því að Masters, sem afhenti Manchester City bikarinn á síðasta tímabili, vilji forðast þær aðstæður núna í ljósi þess að félagið hefur verið ákært fyrir 115 meint brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar á árunum 2009 til 2018. Manchester City neitar sök. Sú var reyndar einnig staðan á síðasta tímabili þegar að Masters afhenti City bikarinn en liðið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina með tveggja stiga forystu. Hefur örlögin í sínum höndum. Sigur gegn West Ham á sunnudaginn innsiglar Englandsmeistaratitilinn. Sem yrði sá fjórði í röð hjá Manchester City. Það yrði met í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alison Brittain, formaður stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar, verður á Etihad leikvanginum sem fulltrúi deildarinnar. Skytturnar í Arsenal geta þó enn orðið Englandsmeistarar fari svo að liðið vinni Everton og City geri jafntefli eða tapi leik sínum gegn West Ham. Réttarhöld er tengjast þessum 115 meintu brotum Manchester City eiga að hefjast í október eða nóvember á þessu ári og búist er við því að dómur verði kveðinn upp sumarið 2025. Fjármál Manchester City til rannsóknar Enski boltinn Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira
The Athletic greinir frá því að Masters, sem afhenti Manchester City bikarinn á síðasta tímabili, vilji forðast þær aðstæður núna í ljósi þess að félagið hefur verið ákært fyrir 115 meint brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar á árunum 2009 til 2018. Manchester City neitar sök. Sú var reyndar einnig staðan á síðasta tímabili þegar að Masters afhenti City bikarinn en liðið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina með tveggja stiga forystu. Hefur örlögin í sínum höndum. Sigur gegn West Ham á sunnudaginn innsiglar Englandsmeistaratitilinn. Sem yrði sá fjórði í röð hjá Manchester City. Það yrði met í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alison Brittain, formaður stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar, verður á Etihad leikvanginum sem fulltrúi deildarinnar. Skytturnar í Arsenal geta þó enn orðið Englandsmeistarar fari svo að liðið vinni Everton og City geri jafntefli eða tapi leik sínum gegn West Ham. Réttarhöld er tengjast þessum 115 meintu brotum Manchester City eiga að hefjast í október eða nóvember á þessu ári og búist er við því að dómur verði kveðinn upp sumarið 2025.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Enski boltinn Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira