Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 17:50 Mikill skortur á kjörgögnum kom í ljós þegar mætt var að kjósa. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma. Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma.
Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira