Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 16:24 Sundlaugin í Varmahlíð verður að óbreyttu lokuð fyrir hádegi í sumar vegna sumarleyfis starfsmanna. Skagafjörður Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér. Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Sjá meira
Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér.
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Sjá meira