Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Sindri velti öllum steinum með Áslaugu Örnu yfir morgunbollanum. Vísir Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Sjá meira