Mavericks knúðu fram annan leik með krafti Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 09:29 Luka Doncic einbeittur vísir/Getty Úrslitaeinvígið í NBA deildinni lifir áfram eftir að Dallas Mavericks komust loks á beinu brautina í nótt þegar liðið vann tæplega 40 stiga sigur á Boston Celtics, 122-84. Luka Doncic og félagar voru komnir með bakið upp við vegginn fræga fyrir leikinn, staðan 3-0 í einvíginu Celtics í vil en það var ljóst frá upphafi leiks að strákarnir frá Texas ætluðu ekki að láta sópa sér út. Þeir lokuðu 1. leikhluta með þristi frá P.J. Washington sem gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn léku við hvurn sinn fingur í leiknum í nótt þó ekki síst bakvarðatvíeykið Luka Doncic og Kyrie Irving sem skoruðu 29 og 21 stig hvor, 50 samanlagt. Gestirnir frá Boston komust einfaldlega aldrei í takt við leikinn og virtust hreinlega vera kaffærðir af ákefð heimamanna. Kyrie first to the loose ball.... finds Luka underneath for the And-1 💪🏆 Game 4 on ABC 🏆 pic.twitter.com/2LAlGCvJgO— NBA (@NBA) June 15, 2024 Sú ákefð sést kannski best á frákastatölfræði leiksins, en heimamenn tóku 52 slík gegn aðeins 31, en það var svo sem nóg af varnarfráköstum að taka fyrir Mavs þar sem skotnýtning Celtics var aðeins 36 prósent. Dereck Lively II was huge off the bench for Dallas in the Game 4 win! 💪 11 PTS 💪 12 REB 💪 80.0 FG%💪 1st-career 3-pointerHe joins Magic Johnson (5x) as the only players 20 or younger to record multiple double-doubles in NBA Finals history 👏👏 pic.twitter.com/s1zVD6MrhK— NBA (@NBA) June 15, 2024 Næsti leikur í einvíginu fer fram í Boston aðfaranótt mánudags. Þess má geta að í sögu NBA-deildarinnar hefur ekkert lið náð að vinna fjóra leiki í röð og titilinn eftir að hafa lent 3-0 undir. Körfubolti NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Luka Doncic og félagar voru komnir með bakið upp við vegginn fræga fyrir leikinn, staðan 3-0 í einvíginu Celtics í vil en það var ljóst frá upphafi leiks að strákarnir frá Texas ætluðu ekki að láta sópa sér út. Þeir lokuðu 1. leikhluta með þristi frá P.J. Washington sem gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn léku við hvurn sinn fingur í leiknum í nótt þó ekki síst bakvarðatvíeykið Luka Doncic og Kyrie Irving sem skoruðu 29 og 21 stig hvor, 50 samanlagt. Gestirnir frá Boston komust einfaldlega aldrei í takt við leikinn og virtust hreinlega vera kaffærðir af ákefð heimamanna. Kyrie first to the loose ball.... finds Luka underneath for the And-1 💪🏆 Game 4 on ABC 🏆 pic.twitter.com/2LAlGCvJgO— NBA (@NBA) June 15, 2024 Sú ákefð sést kannski best á frákastatölfræði leiksins, en heimamenn tóku 52 slík gegn aðeins 31, en það var svo sem nóg af varnarfráköstum að taka fyrir Mavs þar sem skotnýtning Celtics var aðeins 36 prósent. Dereck Lively II was huge off the bench for Dallas in the Game 4 win! 💪 11 PTS 💪 12 REB 💪 80.0 FG%💪 1st-career 3-pointerHe joins Magic Johnson (5x) as the only players 20 or younger to record multiple double-doubles in NBA Finals history 👏👏 pic.twitter.com/s1zVD6MrhK— NBA (@NBA) June 15, 2024 Næsti leikur í einvíginu fer fram í Boston aðfaranótt mánudags. Þess má geta að í sögu NBA-deildarinnar hefur ekkert lið náð að vinna fjóra leiki í röð og titilinn eftir að hafa lent 3-0 undir.
Körfubolti NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira