FHL jók forskotið og dýrmætur sigur Þróttar Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 19:02 FHL er á toppi Lengjudeildar kvenna og virðist á góðri leið með að komast upp í efstu deild. @FHL Fótbolti Leikið var í Lengjudeildum karla og kvenna í dag og eru Austfirðingar í góðum málum í Lengjudeild kvenna þegar mótið er rúmlega hálfnað, með sex stiga forskot á toppnum. ÍBV færðist nær toppi Lengjudeildar karla og Þróttur vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni. Í Lengjudeild kvenna vann FHL, sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F., 3-0 sigur gegn Selfossi á heimavelli. Öll mörkin komu í seinni hálfleik en það var Emma Hawkins sem skoraði fyrstu tvö mörkin og lokamarkið var svo sjálfsmark Evu Ýrar Helgadóttur. FHL er nú sex stigum á undan Aftureldingu sem er enn í 2. sæti þrátt fyrir 4-1 tap gegn ÍBV í Eyjum í gær. Í sömu deild gerðu ÍR og Fram 3-3 jafntefli í dag en ÍR-ingar eru áfram á botni deildarinnar, með fjögur stig, og Fram er í 7. sæti með 12 stig. Eyjamenn færast nær toppnum Í Lengjudeild karla unnu Eyjamenn 1-0 sigur á Leikni R., með marki Vicente Rafael Valor Martínez á 26. mínútu. Leiknismenn misstu Arnór Inga Kristinsson af velli með rautt spjald á 66. mínútu. ÍBV er nú með 19 stig í 3. sæti, fimm stigum á eftir toppliði Fjölnis eftir 11 umferðir. Leiknir er með 12 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Þróttarar lentu 1-0 undir í Laugardalnum, gegn Dalvík/Reyni, snemma í seinni hálfleik en náðu engu að síður að landa 4-1 sigri. Kári Kristjánsson og Hlynur Þórhallsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þrótt eftir að Áki Sölvason hafði komið gestunum að norðan yfir. Þróttur komst með sigrinum úr fallsæti og er með 12 stig líkt og Keflavík og Leiknir, en Grótta er nú í fallsæti með 10 stig og Dalvík/Reynir neðst með 7 stig. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Í Lengjudeild kvenna vann FHL, sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F., 3-0 sigur gegn Selfossi á heimavelli. Öll mörkin komu í seinni hálfleik en það var Emma Hawkins sem skoraði fyrstu tvö mörkin og lokamarkið var svo sjálfsmark Evu Ýrar Helgadóttur. FHL er nú sex stigum á undan Aftureldingu sem er enn í 2. sæti þrátt fyrir 4-1 tap gegn ÍBV í Eyjum í gær. Í sömu deild gerðu ÍR og Fram 3-3 jafntefli í dag en ÍR-ingar eru áfram á botni deildarinnar, með fjögur stig, og Fram er í 7. sæti með 12 stig. Eyjamenn færast nær toppnum Í Lengjudeild karla unnu Eyjamenn 1-0 sigur á Leikni R., með marki Vicente Rafael Valor Martínez á 26. mínútu. Leiknismenn misstu Arnór Inga Kristinsson af velli með rautt spjald á 66. mínútu. ÍBV er nú með 19 stig í 3. sæti, fimm stigum á eftir toppliði Fjölnis eftir 11 umferðir. Leiknir er með 12 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Þróttarar lentu 1-0 undir í Laugardalnum, gegn Dalvík/Reyni, snemma í seinni hálfleik en náðu engu að síður að landa 4-1 sigri. Kári Kristjánsson og Hlynur Þórhallsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þrótt eftir að Áki Sölvason hafði komið gestunum að norðan yfir. Þróttur komst með sigrinum úr fallsæti og er með 12 stig líkt og Keflavík og Leiknir, en Grótta er nú í fallsæti með 10 stig og Dalvík/Reynir neðst með 7 stig.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira