Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ólafur Þór Jónsson skrifar 8. júlí 2024 21:55 Ívar Örn, fyrirliði KA, í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. „Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira