Má ekki hleypa köttum inn í sameiginlegt þvottahús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:22 Íbúi í fjölbýlishúsi má ekki hleypa köttum sínum í gegnum sameiginlegt þvottahús, og ekki geyma þar dekk og aðra persónulega muni. Þetta er álit kærunefndar húsamála, en erindi barst til þeirra frá nágranna íbúans. Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið. Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið.
Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira