Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. ágúst 2024 13:53 Helgin gekk vel í Eyjum, að sögn Karls Gauta lögreglustjóra. Vísir/Viktor Freyr Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira