Tala eingöngu um vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2024 09:01 Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega æskilegan. Fyrir vikið hefur efnahagsástandið víðast hvar innan evrusvæðisins á undanförnum árum og áratugum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Þetta er sem fyrr segir stöðugleikinn sem Evrópusambandssinnar hafa viljað koma á hér á landi. Þetta er DNA evrusvæðisins. Krónan er ekki sökudólgurinn Haldið hefur verið því fram í röðum Evrópusambandssinna að nokkurn veginn allt sem miður hefur farið í hérlendum efnahagsmálum sé krónunni að kenna en á sama tíma sé ekkert sem miður hefur farið efnahagslega á evrusvæðinu vegna evrunnar heldur hagstjórnar ríkja þess. Hitt er svo annað mál að það stenzt einfaldlega ekki nánari skoðun að hægt sé að kenna krónunni um háa vexti, verðtryggingu og verðbólgu. Til að mynda hefur Ólafur Margeirsson hagfræðingur bent á það að afar veik fylgni sé á milli stærðar gjaldmiðla og vaxtastigs. Hvað verðbólgu varði hafi verðgildi krónunnar rýrnað í gegnum tíðina vegna þess að of mikið hafi verið búið til af henni. Gjaldmiðlar búi sig hins vegar ekki til sjálfir. Þar sem verðbólga sé ekki afleiðing krónunnar sé verðtryggingin, sem verið hafi viðbrögð við verðbólgu, það augljóslega ekki heldur. Ég hef bent mörgum Evrópusambandssinnum á ítarlega umfjöllun Ólafs í þessum efnum og hvatt þá til þess að hrekja rök hans, sem einungis er farið yfir í mjög grófum dráttum hér að framan, án þess að þeir hafi treyst sér til þess. Ólafur hefur bent á það að vandamálið sé þannig ekki gjaldmiðillinn sem slíkur heldur sú umgjörð sem stjórnmálamenn hafi hannað í kringum hann. Krónan sé einfaldlega höfð að blóraböggli. Hefði mögulega aldrei orðið til Hið sama á við um evruna og krónuna. Hún er einungis gjaldmiðill. Efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu eru ekki henni að kenna sem slíkri heldur þeirri umgjörð sem evrópskir stjórnmálamenn hafa hannað í kringum hana. Það er til að mynda ekki evrunni að kenna að evruríkin eigi ekki næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Það var ákvörðun stjórnmálamanna að svæðið næði til svo ólíkra ríkja. Margoft hefur verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evran líklega einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga samleið efnahagslega til þess að deila sama gjaldmiðlinum. Ríkja eins og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna þar sem hagsveiflan er til dæmis svipuð. Raunar eru góðar líkur á því að evran hefði hreinlega aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Mundell hefur sagt nægja að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það og fátt ef eitthvað sem bendir til þess að sú verði einhvern tímann raunin. Horfa verður á heildarmyndina Fullyrðing um það að krónan kosti 200-300 milljarða á ári vegna vaxtamunar stenzt þannig ekki heldur skoðun. Jafnvel þó svo væri verður vitaskuld að horfa á heildarmyndina í stað þess að taka aðeins eitt atriði út fyrir sviga sem hentar pólitískt. Rétt eins og að það þýðir ekki að einblína á vextina. Þá verður að hafa í huga sem fyrr segir að vextir á evrusvæðinu eru ekki beinlínis birtingarmynd eðlilegs vaxtaumhverfis. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Hvert prósentustig í minni hagvexti hleypur þar fyrir utan á tugum milljarða króna á ári og hvert prósentustig í auknu atvinnuleysi er þjóðfélaginu að sama skapi mjög dýrt. Allt þetta telur auðveldlega hundruð milljarða króna árlega. Þá erum við ekki farin að ræða annað sem fylgdi inngöngu í Evrópusambandið eins og framsal valds yfir nánast öllum okkar málum til stofnana sambandsins sem verður ekki metið til fjár. Reynt að nýta sér erfiðleika fólks Mikilvægt er þannig að hafa það hugfast að mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið sé einungis gjaldmiðill líkt og halda mætti stundum miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Raunin er sú að evran og flest annað sem viðkemur Evrópusambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess um að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu árið 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þessa átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þeim efnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Málflutningur Evrópusambandssinna snýst í raun um það að reyna að nýta sér erfiðleika fólks vegna hárra vaxta og verðbólgu í pólitískum tilgangi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þeim. Verðbólgan hefur til að mynda farið smám saman minnkandi sem flestir upplifa sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Það er ekki að ástæðulausu að forsvarsmenn Viðreisnar vilja að þingkosningar fari fram sem allra, allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega æskilegan. Fyrir vikið hefur efnahagsástandið víðast hvar innan evrusvæðisins á undanförnum árum og áratugum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Þetta er sem fyrr segir stöðugleikinn sem Evrópusambandssinnar hafa viljað koma á hér á landi. Þetta er DNA evrusvæðisins. Krónan er ekki sökudólgurinn Haldið hefur verið því fram í röðum Evrópusambandssinna að nokkurn veginn allt sem miður hefur farið í hérlendum efnahagsmálum sé krónunni að kenna en á sama tíma sé ekkert sem miður hefur farið efnahagslega á evrusvæðinu vegna evrunnar heldur hagstjórnar ríkja þess. Hitt er svo annað mál að það stenzt einfaldlega ekki nánari skoðun að hægt sé að kenna krónunni um háa vexti, verðtryggingu og verðbólgu. Til að mynda hefur Ólafur Margeirsson hagfræðingur bent á það að afar veik fylgni sé á milli stærðar gjaldmiðla og vaxtastigs. Hvað verðbólgu varði hafi verðgildi krónunnar rýrnað í gegnum tíðina vegna þess að of mikið hafi verið búið til af henni. Gjaldmiðlar búi sig hins vegar ekki til sjálfir. Þar sem verðbólga sé ekki afleiðing krónunnar sé verðtryggingin, sem verið hafi viðbrögð við verðbólgu, það augljóslega ekki heldur. Ég hef bent mörgum Evrópusambandssinnum á ítarlega umfjöllun Ólafs í þessum efnum og hvatt þá til þess að hrekja rök hans, sem einungis er farið yfir í mjög grófum dráttum hér að framan, án þess að þeir hafi treyst sér til þess. Ólafur hefur bent á það að vandamálið sé þannig ekki gjaldmiðillinn sem slíkur heldur sú umgjörð sem stjórnmálamenn hafi hannað í kringum hann. Krónan sé einfaldlega höfð að blóraböggli. Hefði mögulega aldrei orðið til Hið sama á við um evruna og krónuna. Hún er einungis gjaldmiðill. Efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu eru ekki henni að kenna sem slíkri heldur þeirri umgjörð sem evrópskir stjórnmálamenn hafa hannað í kringum hana. Það er til að mynda ekki evrunni að kenna að evruríkin eigi ekki næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Það var ákvörðun stjórnmálamanna að svæðið næði til svo ólíkra ríkja. Margoft hefur verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evran líklega einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga samleið efnahagslega til þess að deila sama gjaldmiðlinum. Ríkja eins og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna þar sem hagsveiflan er til dæmis svipuð. Raunar eru góðar líkur á því að evran hefði hreinlega aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Mundell hefur sagt nægja að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það og fátt ef eitthvað sem bendir til þess að sú verði einhvern tímann raunin. Horfa verður á heildarmyndina Fullyrðing um það að krónan kosti 200-300 milljarða á ári vegna vaxtamunar stenzt þannig ekki heldur skoðun. Jafnvel þó svo væri verður vitaskuld að horfa á heildarmyndina í stað þess að taka aðeins eitt atriði út fyrir sviga sem hentar pólitískt. Rétt eins og að það þýðir ekki að einblína á vextina. Þá verður að hafa í huga sem fyrr segir að vextir á evrusvæðinu eru ekki beinlínis birtingarmynd eðlilegs vaxtaumhverfis. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Hvert prósentustig í minni hagvexti hleypur þar fyrir utan á tugum milljarða króna á ári og hvert prósentustig í auknu atvinnuleysi er þjóðfélaginu að sama skapi mjög dýrt. Allt þetta telur auðveldlega hundruð milljarða króna árlega. Þá erum við ekki farin að ræða annað sem fylgdi inngöngu í Evrópusambandið eins og framsal valds yfir nánast öllum okkar málum til stofnana sambandsins sem verður ekki metið til fjár. Reynt að nýta sér erfiðleika fólks Mikilvægt er þannig að hafa það hugfast að mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið sé einungis gjaldmiðill líkt og halda mætti stundum miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Raunin er sú að evran og flest annað sem viðkemur Evrópusambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess um að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu árið 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þessa átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þeim efnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Málflutningur Evrópusambandssinna snýst í raun um það að reyna að nýta sér erfiðleika fólks vegna hárra vaxta og verðbólgu í pólitískum tilgangi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þeim. Verðbólgan hefur til að mynda farið smám saman minnkandi sem flestir upplifa sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Það er ekki að ástæðulausu að forsvarsmenn Viðreisnar vilja að þingkosningar fari fram sem allra, allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun