„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:31 Magnús Örn, fyrir miðju. Grótta „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira