Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 07:31 Elena Congost er hér komin í mark ásamt aðstoðarmanni sínum en hún var síðan dæmd úr leik vegna atviks sem gerðist aðeins nokkrum sekúndum áður. Getty/Andy Lyons Kringumstæðurnar gerast varla grátlegri en þær hjá hinni spænsku Elenu Congost á lokadegi Ólympíumóts fatlaðra í gær. Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira