Stefán aftur á skotskónum og spennandi fallbarátta framundan Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:05 Stefán hefur farið vel af stað í Noregi. Með þrjú mörk í sex deildarleikjum. sandefjord Þrír leikir fóru fram síðdegis í norsku úrvalsdeildinni og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum. Stefán Ingi Sigurðarson var sá eini sem komst á blað þegar hann skoraði opnunarmarkið í 2-2 jafntefli Sandefjord og Brann. Logi Tómasson var í vinstri bakverðinum hjá Strömsgodset í 0-0 jafntefli gegn Haugesund. Miðjumaðurinn Anton Logi Lúðvíksson kom inn af varamannabekknum hjá Haugesund á 83. mínútu. Logi Tómasson spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli. Strømsgodset Fotball Sveinn Aron Guðjohnsen leiddi framlínu Sarpsborg í 0-2 tapi gegn Kristiansund. Sóknarmaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af varamannabekk Kristiansund á 83. mínútu en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Sveinn Aron er nýgenginn til liðs við Sarpsborg og spilaði sinn annan leik í dag en komst ekki á blað. Hann lagði upp mark í fyrsta leiknum fyrir félagið. Sarpsborg 08 Stefán Ingi Sigurðarsson skoraði opnunarmarkið á 9. mínútu í leik Sandefjord og Brann. Heimamenn komust tvívegis yfir í leiknum en alltaf sneru gestirnir aftur, annað jöfnunarmarkið var skorað í uppbótartíma og liðin máttu sætta sig við eitt stig hvert. Þetta var annað mark Stefáns í jafnmörgum leikjum og hans þriðja í sex leikjum sem hann hefur spilað síðan hann kom til félagsins í sumar. Sandefjord er í 14. sæti eftir 22 umferðir. Í fallbaráttu, líkt og Haugesund og Stromsgödset sem sitja í sætunum fyrir ofan. Pakkinn er mjög þéttur, átta umferðir eru eftir af tímabilinu og aðeins níu stigum munar milli neðsta liðsins í 16. sæti og liðsins í 7. sæti. Norski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Logi Tómasson var í vinstri bakverðinum hjá Strömsgodset í 0-0 jafntefli gegn Haugesund. Miðjumaðurinn Anton Logi Lúðvíksson kom inn af varamannabekknum hjá Haugesund á 83. mínútu. Logi Tómasson spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli. Strømsgodset Fotball Sveinn Aron Guðjohnsen leiddi framlínu Sarpsborg í 0-2 tapi gegn Kristiansund. Sóknarmaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af varamannabekk Kristiansund á 83. mínútu en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Sveinn Aron er nýgenginn til liðs við Sarpsborg og spilaði sinn annan leik í dag en komst ekki á blað. Hann lagði upp mark í fyrsta leiknum fyrir félagið. Sarpsborg 08 Stefán Ingi Sigurðarsson skoraði opnunarmarkið á 9. mínútu í leik Sandefjord og Brann. Heimamenn komust tvívegis yfir í leiknum en alltaf sneru gestirnir aftur, annað jöfnunarmarkið var skorað í uppbótartíma og liðin máttu sætta sig við eitt stig hvert. Þetta var annað mark Stefáns í jafnmörgum leikjum og hans þriðja í sex leikjum sem hann hefur spilað síðan hann kom til félagsins í sumar. Sandefjord er í 14. sæti eftir 22 umferðir. Í fallbaráttu, líkt og Haugesund og Stromsgödset sem sitja í sætunum fyrir ofan. Pakkinn er mjög þéttur, átta umferðir eru eftir af tímabilinu og aðeins níu stigum munar milli neðsta liðsins í 16. sæti og liðsins í 7. sæti.
Norski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira