„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 21:45 Kristinn Freyr Sigurðsson hendir sér í tæklingu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Valur Besta deild karla KR Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.
Valur Besta deild karla KR Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira