Úkraínski heimsmeistarinn handtekinn á flugvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2024 09:32 Oleksandr Usyk var handjárnaður í flugvelli í Kraká. Hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk, heimsmeistari í þungavigt, hefur verið látinn laus eftir að hafa verið handtekinn á flugvelli í Póllandi. Forseti Úkraínu blandaði sér í málið. Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður. Box Úkraína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira
Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður.
Box Úkraína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira