Stöðvuðu bardaga Valgerðar Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 17:57 Valgerður Guðsteinsdóttir og Shauna O´Keefe mættust í hnefaleikahringnum á Írlandi í kvöld Vísir/Getty Valgerður Guðsteinsdóttir, eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman. Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024 Box Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira
Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024
Box Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira