Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:32 Samantha Smith, framherji Breiðabliks. Vísir/Diego Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira