Kæra sig ekki um evruna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. september 2024 09:31 Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar