Í beinni þegar tilkynnt var að hann væri rekinn Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 07:32 David Nielsen var í beinni útsendingu þegar Lilleström tilkynnti opinberlega um brottreksturinn. Skjáskot/TV2 Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum. „Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
„Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira