Rafíþróttir

Mílu­deildin er stærsta Val­orant-mótið frá upp­hafi

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, Ingvar Bjarnason, frá Mílu, Mist Reyk­dal Magnús­dóttir, mótastjóri Míludeildarinnar, og Sonja Björk Frehsmann frá Mílu.
Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, Ingvar Bjarnason, frá Mílu, Mist Reyk­dal Magnús­dóttir, mótastjóri Míludeildarinnar, og Sonja Björk Frehsmann frá Mílu.

Mílu­deildin í Val­orant er í fullum gangi og ó­hætt að full­yrða að á­huginn á henni hafi aldrei verið meiri en nú þegar 50 konur eru skráðar til leiks og átta lið takast á í einu kvenna­deild landsins í raf­í­þróttum.

„Míludeildin í ár er stærsta Val­orant-mót sem hefur verið haldið á Íslandi hingað til og þetta gengur rosalega vel,“ segir Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri, um deildina sem kennd er við aðalbakhjarlinn, Mílu.

Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning.

Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning en mánaðarlega eru spilarar út um allan heim á bilinu 16 til 20 milljónir.

Mótastjórinn Mist Reyk­dal Magnús­dóttir segir að þegar fjórar umferðir eru að baki sé ljóst að keppnin framundan verði æsispennandi enda til mikils að vinna því verðlaunaféð nemur samanlagt 1,5 milljónum króna. Hún bendir á að slíkar verðlauna upphæðir eru sjaldséðar og ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir rafíþróttir kvenna.

Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld.

Ingvar Bjarnason, hjá Mílu, segir sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri til að styðja við einu kvennadeildina í rafíþróttum á Íslandi, enda hafi Míla sett sér metnaðarfull markmið um að gegna samfélagslegri ábyrgð í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.

SÞ leggja einnig í markmiðum sínum áherslu á heilsu og vellíðan og þar sé stuðningur við keppni í Valorant einnig skemmtilegur kostur því leikurinn njóti ekki síst mikilla vinsælda hjá yngri spilurum og áhersla Rafíþróttasambands Íslands á félagslega þáttinn og hreyfingu í rafíþróttaiðkun barna og unglinga stuðli einmitt einnig að aukinni vellíðan og bættri líkamlegri- og andlegri heilsu.


Tengdar fréttir

Met­þátt­taka í kvenna­deildinni í Val­orant

„Þetta er stærsta Val­orant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúr­lega eina kvenna- og kyn­segin­mótið,“ segir Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri í Mílu­deildarinnar í Val­orant. Verð­launa­féð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin raf­í­þrótta­deild, önnur en Coun­ter Stri­ke, verið með yfir milljón í verð­launa­fé.






×