Rafíþróttir

Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er um það bil hálfnuð er ljóst að Denas og Kristófer ætla að vera frekastir til fjörsins eftir að hafa fest sig enn betur í sessi í topp sætunum í 4. umferð.
Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er um það bil hálfnuð er ljóst að Denas og Kristófer ætla að vera frekastir til fjörsins eftir að hafa fest sig enn betur í sessi í topp sætunum í 4. umferð.

Fjórða um­­­­­ferð ELKO-Deildarinnar í Fortni­te fór fram mánu­­­dags­­­kvöldið 30. septem­ber og segja má að tveir efstu kepp­endurnir í deildinni hafi boðið upp á endur­tekið efni úr síðustu um­ferð þegar þeir festu sig enn betur í sessi á toppnum.

Denas Kazulis (denas 13) sigraði fyrri leik umferðarinnar með átta fellum og er kominn með 195 stig sem dugðu honum til að endurheimta 1. sætið af Kristófer Tristan (iKristoo) sem aftur á móti gerði nákvæmlega það sama í seinni leiknum, sigraði með átta fellum og er á hælum Denasar í 2. sæti með 185 stig.

Ólafur Hrafn Steinarsson og Stefán Atli Rúnarsson lýstu umferðinni í beinni útsendingu og bentu á að í raun hefðu þeir Denas og Kristófer endurtekið síðustu umferð en þá sigraði Denas fyrri leikinn og Kristófer þann síðari.

Þeir félagar sammæltust um að þessir tveir spilarar, sem hingað til hafa skipt leikjunum á milli sín og væru enn búnir að auka forskot sitt, væru ásamt Emil Víkingi, sem er í 3. sæti með 112 stig, klárlega þrír bestu leikmenn ELKO-Deildarinnar.

ELKO-Deildin er um það bil hálfnuð en í næstu viku fer fimmta umferð af tíu fram en fyrir hana er staða fimm efstu leikmanna þessi:

#1 Denas Kazulis (denas 13) 195

#2 Kristófer Tristan (iKristoo) 185

#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 112

#4 Lester Search (aim like Lester) 98

#5 Sigmar Sölvi (S1gmarr) 67


Tengdar fréttir

„Ég er í sjokki eftir þennan leik“

Þriðja um­­­ferð ELKO-Deildarinnar í Fortni­te fór fram á mánu­­dags­­kvöld og lauk þannig að i­Kristoo er kominn með 141 stig sem duga honum til að ná topp­sætinu af denas 13 sem er í 2. sæti með 135 stig.






×