Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:34 Það fór ekki nægilega vel af stað hjá Heimi Hallgrímssyni í september og hann gerir sex breytingar á leikmannahópnum frá því verkefni. Getty/Stephn McCarthy Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33
Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33