Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 11:35 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar, sagði frá stöðunni í málefnum bæjarins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Bylgjan Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira