„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. október 2024 00:02 Courvoisier McCauley og DeAndre Kane börðust innan og utan vallar í kvöld. vísir /anton „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. „Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
„Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira