Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:41 Forstjóri félagsins segir niðurstöðurnar sýna seiglu og styrk félagsins. Vísir/Vilhelm Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.915 milljónum króna og hækkar um 104 milljónir eða 5,7 prósent. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 864 milljónum króna samanborið við 765 milljónir á sama tímabili í fyrra. Handbært fé í lok tímabilsins nam 1,1 milljónum króna en var 1,8 milljónir króna í árslok 2023. Eignafjárhlutfall Símans var 45,5 prósent og eigið fé nam 18,2 milljónum króna. Breytingar í skipuriti með tilheyrandi kostnaði María Björk Einarsdóttir forstjóri segir afkomu fjórðungsins heilt yfir góða og að niðurstöðurnar sýni seiglu og styrk félagsins. „Við sáum heilbrigðan tekjuvöxt í helstu fjarskiptaþjónustum sem og sjónvarpsþjónustu, þar sem áskrifendum hefur haldið áfram að fjölga. Þá hafa fjárfestingar okkar í auglýsingamiðlum staðist þær væntingar sem gerðar voru við kaupin og haft verulega jákvæð áhrif á hlutdeild auglýsingatekna í rekstri félagsins,“ segir hún. Í september hafi verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins þar sem eitt stoðsvið var lagt niður og tvö ný stofnuð. Markmið breytinganna hafi verið að styrkja sölu og markaðssetningu á vörum félagsins og auka áherslu á vöru- og viðskiptaþróun. Talsverður kostnaður fylgdi þessum breytingum, að sögn Maríu, og bættist hann við áfallinn kostnað vegna forstjóraskipta sem einnig var gjaldfærður í ársfjórðungnum. „Í kjölfar breyttra áherslna í rekstri hófum við að endurskoða stefnumið félagsins og verða þau áform kynnt nánar á komandi mánuðum. Það liggur fyrir að félagið hyggst halda áfram að sækja fram og við munum leggja áherslu á að breikka tekjugrunn félagsins með því að þróa og bæta við vöruframboð okkar nýjum stafrænum þjónustum og lausnum sem falla vel að þörfum okkar viðskiptavina.“ Síminn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fleiri fréttir Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.915 milljónum króna og hækkar um 104 milljónir eða 5,7 prósent. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 864 milljónum króna samanborið við 765 milljónir á sama tímabili í fyrra. Handbært fé í lok tímabilsins nam 1,1 milljónum króna en var 1,8 milljónir króna í árslok 2023. Eignafjárhlutfall Símans var 45,5 prósent og eigið fé nam 18,2 milljónum króna. Breytingar í skipuriti með tilheyrandi kostnaði María Björk Einarsdóttir forstjóri segir afkomu fjórðungsins heilt yfir góða og að niðurstöðurnar sýni seiglu og styrk félagsins. „Við sáum heilbrigðan tekjuvöxt í helstu fjarskiptaþjónustum sem og sjónvarpsþjónustu, þar sem áskrifendum hefur haldið áfram að fjölga. Þá hafa fjárfestingar okkar í auglýsingamiðlum staðist þær væntingar sem gerðar voru við kaupin og haft verulega jákvæð áhrif á hlutdeild auglýsingatekna í rekstri félagsins,“ segir hún. Í september hafi verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins þar sem eitt stoðsvið var lagt niður og tvö ný stofnuð. Markmið breytinganna hafi verið að styrkja sölu og markaðssetningu á vörum félagsins og auka áherslu á vöru- og viðskiptaþróun. Talsverður kostnaður fylgdi þessum breytingum, að sögn Maríu, og bættist hann við áfallinn kostnað vegna forstjóraskipta sem einnig var gjaldfærður í ársfjórðungnum. „Í kjölfar breyttra áherslna í rekstri hófum við að endurskoða stefnumið félagsins og verða þau áform kynnt nánar á komandi mánuðum. Það liggur fyrir að félagið hyggst halda áfram að sækja fram og við munum leggja áherslu á að breikka tekjugrunn félagsins með því að þróa og bæta við vöruframboð okkar nýjum stafrænum þjónustum og lausnum sem falla vel að þörfum okkar viðskiptavina.“
Síminn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fleiri fréttir Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Sjá meira