Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 16:24 Hluti af S-300 loftvarnarkerfi á sýningu í Rússlandi. Íranar áttu fjögur slík en þeim mun öllum hafa verið grandað af Ísraelum. Getty Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira